sun 28. ágúst 2016 18:31
Ívan Guðjón Baldursson
Pep: Hefði getað þróast öðruvísi með Payet og Lanzini
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola er mjög ánægður með þriðja sigur Manchester City í þremur leikjum í ensku Úrvalsdeildinni.

Man City hafði betur gegn West Ham í dag, með þremur mörkum gegn einu, þar sem Raheem Sterling og David Silva sýndu frábæra takta.

„Maður þarf að vera þremur eða fjórum mörkum yfir til að drepa leiki í þessari deild, í dag skoruðu þeir til dæmis úr sínu fyrsta færi og galopnuðu leikinn," sagði Pep að leikslokum.

„Ég veit ekki hversu mörg skot við áttum en við spiluðum vel og gæði leikmannahópsins eru augljós. Enska Úrvalsdeildin er eins og hún er, hérna er mikið af sterkum liðum sem spila mikið í loftinu og eru líkleg til að refsa fyrir öll mistök."

John Stones var tekinn útaf í síðari hálfleik en Pep segir hann ekki vera meiddan, heldur aðeins þreyttan. Svo bætti Pep því einnig við að þessi leikur hefði getað þróast öðruvísi ef ekki fyrir öll þau meiðsli sem eru að hrjá Hamrana.

„Leikurinn hefði getað verið öðruvísi ef leikmenn eins og Payet og Lanzin hefðu verið í byrjunarliðinu."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner