Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 28. ágúst 2016 19:04
Ívan Guðjón Baldursson
Tyrkland: Ólafur Ingi með sitt fyrsta mark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kardemir Karabuk 3 - 0 Rizespor
1-0 M. Yatabare ('19)
2-0 A. Traore ('79)
3-0 Ólafur Ingi Skúlason ('90)

Ólafur Ingi Skúlason kom inná á 43. mínútu þegar Serdar Deliktas þurfti að fara af velli vegna meiðsla í liði Kardemir Karabuk sem fékk Rizespor í heimsókn.

Ólafur og félagar í Karabuk voru marki yfir í hálfleik og tvöfaldaði Abdou Traore forystuna á 79. mínútu eftir stórkostlega stoðsendingu frá Ólafi Inga. Gestirnir færðu sig framar á völlinn og refsuðu heimamenn með þriðja og síðasta marki leiksins, sem Ólafur Ingi skoraði.

Þetta er fyrsta mark Ólafs Inga í tyrknesku deildinni þar sem hann lék 25 leiki fyrir Genclerbirligi á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner