,,Fínn sigur í leik á móti Keflavíkurliði sem hefur verið á skriði," sagði Ólafur Kristjánsson eftir 3-2 sigur Breiðabliks á Keflavík fyrr í dag í lokaumferð Pepsi-deildarinnar.
,,Spennustigið var ekki mikið, hvorki hjá leikmönnum eða þjálfarateyminu, og það var erfitt að gíra sig upp fyrir leikinn. En því var bara enn sætara að vinna hann. Við vildum halda boltanum og byggja upp sóknir meðan þeir vildu liggja til baka og sækja hratt á okkur. Þeir gerðu það vel, við ekki nógu vel í fyrri hálfleik."
Breiðablik lauk leik í fjórða sæti. Ólafur var að vonum ekki sáttur með lokastöðuna. ,,Stigafjöldin væri venjulega allt í lagi en miðað við hvað önnur lið fengu af stigum þá er ég ekki sáttur. Það voru þrjú lið fyrir ofan okkur og ég verð að sætta mig við það. Ég hefði viljað fara yfir 40 stig og enda í Evrópusæti."
,,Ég geri ráð fyrir því að halda áfram. Ég veit það samt ekki, ég ræð því ekki, en ég hef ekki fengið vísbendingar um neitt annað. Ég á von á því að það verði breytingar á leikmannahópnum."
Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan en í því tekur Ólafur blaðamann af öðrum miðli í létta íslenskukennslu.
Athugasemdir