Sane, Bruno og Zubimendi orðaðir við Arsenal - Útsendarar Liverpool fylgjast með Hato - Tilboði Man Utd í De Jong var hafnað
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
   lau 28. september 2013 17:08
Jóhann Óli Eiðsson
Óli Kristjáns: Veit ekki betur en ég haldi áfram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Fínn sigur í leik á móti Keflavíkurliði sem hefur verið á skriði," sagði Ólafur Kristjánsson eftir 3-2 sigur Breiðabliks á Keflavík fyrr í dag í lokaumferð Pepsi-deildarinnar.

,,Spennustigið var ekki mikið, hvorki hjá leikmönnum eða þjálfarateyminu, og það var erfitt að gíra sig upp fyrir leikinn. En því var bara enn sætara að vinna hann. Við vildum halda boltanum og byggja upp sóknir meðan þeir vildu liggja til baka og sækja hratt á okkur. Þeir gerðu það vel, við ekki nógu vel í fyrri hálfleik."

Breiðablik lauk leik í fjórða sæti. Ólafur var að vonum ekki sáttur með lokastöðuna. ,,Stigafjöldin væri venjulega allt í lagi en miðað við hvað önnur lið fengu af stigum þá er ég ekki sáttur. Það voru þrjú lið fyrir ofan okkur og ég verð að sætta mig við það. Ég hefði viljað fara yfir 40 stig og enda í Evrópusæti."

,,Ég geri ráð fyrir því að halda áfram. Ég veit það samt ekki, ég ræð því ekki, en ég hef ekki fengið vísbendingar um neitt annað. Ég á von á því að það verði breytingar á leikmannahópnum."


Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan en í því tekur Ólafur blaðamann af öðrum miðli í létta íslenskukennslu.
Athugasemdir
banner
banner