Fótbolti.net og Adam Páls halda einn á einn mót - Hálf milljón í verðlaun
Kjartan Kári lagði upp tvö: Allt að ganga hjá mér núna
Kjartan Henry: Oftast gengið vel gegn Breiðabliki
Dóri Árna: Algerlega tilgangslaust að fara grenja og vorkenna sjálfum sér
Halli Hróðmars: Þetta var rautt spjald
Siggi Höskulds: Galið að þessi leikur vinnist með einu marki
Ekki sáttur með byrjunina á tímabilinu - „Köstum þessu frá okkur“
Skoraði sitt fyrsta mark í Bestu - „Ekkert eðlilega gott"
Endurstilltu sig í hálfleik - „Ekki við hæfi barna“
Sölvi dásamar Stíg Diljan: Hann er með allan pakkann
Jón Þór ósáttur við dómarana - „Menn eru full litlir í sér"
Haddi: Ég hef fengið frábær svör
Magnús Már: Hallgrímur Mar drepur þetta
Hallgrímur Mar: Þetta er á réttri leið
Túfa: Aðalmarkmiðið var að halda markinu hreinu
Láki: Okkar slakasti leikur í sumar
Alli Jói: Hann gefur okkur ekki eðlilega mikið
Elfar Árni: Skemmtilegra að vinna á dramatískan hátt
Jóhannes Karl: Er orðinn svo þreyttur á þessari spurningu
Jóhann Kristinn: Eigum 'Hell week' framundan
   sun 28. september 2014 17:14
Baldvin Kári Magnússon
Gummi Ben: Ég er hundfúll
Guðmundur Benediktsson
Guðmundur Benediktsson
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
„Ég er hundfúll með þetta því að við vorum í bullandi séns til að gera atlögu að 4.sætinu í deildinni.“ Sagði Guðmundur Benediktsson eftir 2-0 tap gegn Þór í dag. „Við lögðum leikinn upp þannig að þetta væri bara enn einn úrslita leikurinn fyrir okkur og við hentum því frá okkur hér snemma leiks. Þórsliðið er ekki liðið sem þú vilt lenda undir gegn“

Lestu um leikinn: Þór 2 -  0 Breiðablik

„Mér fannst við þurfa að gera betur allstaðar á vellinum. Það var vitað að það yrði kraftur í Þórsliðinu og mér fannst við bara ekki mæta því í upphafi leiks. Síðari háfleikur var hinsvegar betri að okkar hálfu og við stjórnuðum honum upphafi til enda. Mér er óskiljanlegt hvernig við fórum að því að skora ekki því að við fengum alveg færi til þess.“

Aðspurður um hvort Guðmundur væri á förum frá Breiðabliki sagði hann: „Ég er bara að fara þjálfa Breiðablik á Laugardaginn eftir viku og reyndar alla vikuna, þá er loka leikurinn gegn Val og það er það eina sem ég er að spá í.“

Nánar er rætt við Guðmund í sjónvarpinu hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner