„Ég er hundfúll með þetta því að við vorum í bullandi séns til að gera atlögu að 4.sætinu í deildinni.“ Sagði Guðmundur Benediktsson eftir 2-0 tap gegn Þór í dag. „Við lögðum leikinn upp þannig að þetta væri bara enn einn úrslita leikurinn fyrir okkur og við hentum því frá okkur hér snemma leiks. Þórsliðið er ekki liðið sem þú vilt lenda undir gegn“
Lestu um leikinn: Þór 2 - 0 Breiðablik
„Mér fannst við þurfa að gera betur allstaðar á vellinum. Það var vitað að það yrði kraftur í Þórsliðinu og mér fannst við bara ekki mæta því í upphafi leiks. Síðari háfleikur var hinsvegar betri að okkar hálfu og við stjórnuðum honum upphafi til enda. Mér er óskiljanlegt hvernig við fórum að því að skora ekki því að við fengum alveg færi til þess.“
Aðspurður um hvort Guðmundur væri á förum frá Breiðabliki sagði hann: „Ég er bara að fara þjálfa Breiðablik á Laugardaginn eftir viku og reyndar alla vikuna, þá er loka leikurinn gegn Val og það er það eina sem ég er að spá í.“
Nánar er rætt við Guðmund í sjónvarpinu hér fyrir ofan.
Athugasemdir