Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
Pétur: Allt öðruvísi en gegn Víkingum
Fyrirliðinn ánægður með fyrsta sigurinn - „Þvílíkur bónus að koma marki inn í lokin"
   sun 28. september 2014 16:36
Jóhann Óli Eiðsson
Rúnar Kristins: Ekki búið að bjóða mér eitt né neitt
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
„Mér fannst við vera fínir í þessum leik og sköpuðum slatta af færum,“ sagði Rúnar Kristinsson eftir 1-0 sigur KR á Víkingi í Víkinni í dag. Sigurmarkið skoraði Grétar Sigfinnur Sigurðsson undir lok fyrri hálfleiks.

„Við skoruðum einhverskonar klafsmark eftir hornspyrnu og Víkingarnir lágu aftar en ég átti von á. Ég taldi að þeir hefðu meir á sigri að halda hér í dag. Við vorum meira með boltann án þess að búa til nægilega mörg færi í fyrri hálfleik en þau voru nokkur í þeim síðari. Sérstaklega í restina, þá áttum við tvö þrjú færi sem við hefðum getað nýtt betur.“

„Mér fannst strákarnir vera að leggja sig vel fram. Við áttum gott spjall fyrir leikinn inni í klefa og við viljum safna stigum alveg þar til yfir lýkur. Menn lögðu sig vel fram þrátt fyrir að það sé mjög auðvelt að detta í smá kæruleysi og það skilaði þremur stigum.“


Framtíð Rúnars hefur verið milli tannanna á mörgum en heyrst hefur af áhuga liða erlendis frá á starfskröftum hans.

„Ég held að hlutirnir verði að fá sinn tíma til að skýrast. Ég ætla að klára Íslandsmótið og engar ákvarðanir hafa verið teknar. Það er ekki búið að bjóða mér eitt né neitt. Það eru fleiri en ég sem eru inni í myndinni hjá þessum liðum og þetta er ekkert meir en að sjá hvort ég hefði áhuga ef tilboðið kæmi. Ég þjálfa KR og er stoltur af því enda er þetta ein eftirsóttasta þjálfarastaða landsins.“

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner