Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 28. september 2016 17:49
Elvar Geir Magnússon
Ajax fer með 3-0 forystu úr Kópavoginum
Justin Kluivert, sonur Patrick Kluivert.
Justin Kluivert, sonur Patrick Kluivert.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Winter, þjálfari Ajax.
Aron Winter, þjálfari Ajax.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik 0 - 3 Ajax
0-1 Kaj Sierhuis ('5)
0-2 Matthijs de Ligt ('25)
0-3 Dani De Wit ('70)

2. flokkur Breiðabliks tapaði fyrir Ajax í Evrópukeppni unglingaliða í dag.

Ljóst var að það yrði á brattann að sækja gegn Ajax sem er þekkt fyrir eina bestu unglingaakademíu Evrópu. Lið Ajax er gríðarlga vel spilandi og vann sannfærandi sigur.

Það tók gestina ekki langan tíma að komast yfir í leiknum en sóknarmaðurinn Kaj Sierhuis skoraði eftir fyrirgjöf frá Justin Kluivert, syni goðsagnarinnar Patrick Kluivert.

Breiðablik gafst ekki upp og náði að koma boltanum í markið en markið var réttilega dæmt ógilt þar sem brotið var á markverði Ajax.

Eftir 25 mínútna leik varði Patrik Sigurður Gunnarsson glæsilega frá Ajax úr dauðafæri.

Gestirnir bættu við marki eftir hornspyrnuna þegar varnarmaðurinn Matthijs de Ligt var sterkastur í teignum og skallaði boltann í netið.

Staðan 0-2 í hálfleik. Snemma í síðari hálfleik átti Ajax skalla í slá en á 64. mínútu komst Brynjar Óli Bjarnason nálægt því að minnka muninn þegar markvörður Ajax lék sér að eldinum. Hollendingarnir heppnir þarna.

Þriðja mark Ajax kom í kjölfarið á aukaspyrnu þegar boltinn datt fyrir Dani De Wit sem skoraði.

Ajax með öll spil á hendi fyrir seinni leikinn sem verður 19. október í Hollandi. Þjálfari liðsins er Aron Winter sem var varnarmiðjumaður hjá hollenska landsliðinu, Ajax, Inter og Lazio á sínum tíma.

Það vantaði sterka leikmenn í Breiðabliksliðið en félagið hefur lánað öfluga leikmenn úr 2. flokknum í neðri deildirnar og voru þeir ekki löglegir í þessu verkefni.

Myndaveisla og viðtal úr leiknum koma síðar hér á Fótbolta.net

Hér að neðan má sjá myndbönd af mörkunum af Twitter síðu Ajax.





Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner