Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 28. september 2016 10:30
Elvar Geir Magnússon
Foreldrar Granit Xhaka vona að hann tapi í kvöld
Bræðurnir Taulant og Granit á Evrópumótinu í sumar.
Bræðurnir Taulant og Granit á Evrópumótinu í sumar.
Mynd: Getty Images
Taulant Xhaka, eldri bróðir Granit Xhaka, segir að foreldrarnir muni styðja Basel gegn Arsenal í Meistaradeildinni í kvöld. Taulant spilar sem varnarmaður hjá Basel sem leikur gegn Granit og félögum í Arsenal í London.

Þetta er ekki í fyrsta sinn á þessu ári sem bræðurnir mætast. Taulant leikur fyrir landslið Albaníu og Granit fyrir Sviss og mættust landsliðin á EM í sumar þar sem Sviss vann 1-0.

Foreldrar þeirra bræðra eru upphaflega frá Kosovo en yfirgáfu landið 1990 eftir að pabbinn var leystur úr þriggja og hálfs árs fangelsisvist sem hann var dæmdur í fyrir að setja sig upp á móti kommúnistastjórninni.

Þau fluttu búferlum til Basel í Sviss og munu styðja liðið af öllu hjarta í kvöld að söng Taulant, þó þau samgleðjist alltaf þeim bróður sem standi uppi sem sigurvegari.

„Þau verða á leiknum í kvöld," segur Taulant sem viðurkennir að það hafi verið skrítin tilfinning að mæta bróður sínum á Evrópumótinu í sumar.

„Ég var hræddur við að meiða hann í návígjum í upphafi leiks. Eftir því sem leið á leikinn þá varð maður rólegri og einbeitti sér að leiknum. Að spila gegn Arsenal í Meistaradeildinni verður sérstök stund. Við báðir munum gefa allt í þetta og ætlum að vinna."

Leikur Arsenal og Basel hefst klukkan 18:45 í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner