Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 28. september 2016 23:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
Hasselbaink í basli - Sama saga og með Allardyce?
Jimmy Floyd Hasselbaink.
Jimmy Floyd Hasselbaink.
Mynd: Getty Images
QPR hefur hafið rannsókn á Jimmy Floyd Hasselbaink, þjálfara liðsins, eftir ásakarnir frá Daily Telegraph.

Talið er að Hasselbaink hafi samþykkt að fá 55.000 pund fyrir að fljúga til Mið-Austurlandanna til að tala við menn sem voru tilbúnir að blanda sér í eignarhald á leikmönnum en það er ekki leyfilegt.

Hasselbaink hefur neitað sök í málinu og segist hann einfaldlega hafa fengið borgað fyrir að halda ræðu.

Telegraph eyddi tíu mánuðum í að rannsaka spillingu innan enska boltans og telur blaðið að átta, núverandi eða fyrrum, þjálfarar ensku úrvalsdeildarinnar þáðu fé fyrir að kaupa leikmenn.

Það má því búast við frekari fregnum á næstu dögum.
Athugasemdir
banner
banner