Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 28. september 2016 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
„HM í Rússlandi krefjandi vegna mannréttindamála"
Gianni Infantino er forseti FIFA.
Gianni Infantino er forseti FIFA.
Mynd: Getty Images
FIFA er búið að leggja niður starfshóp sinn sem berst gegn kynþáttafordómum í fótboltaheiminum eins og greint var frá á dögunum.

Osasu Obayiuwana, einn af meðlimum starfshópsins, er einstaklega ósáttur með þessa ákvörðun knattspyrnusambandsins.

„Ég vildi óska þess að ég gæti sagt að þetta kæmi mér á óvart, en því miður þá kemur þetta alls ekki á óvart," sagði Obayiuwana.

„Kynþáttafordómar eru ennþá til í knattspyrnuheiminum og þetta er eitthvað sem þarf að uppræta. HM 2018 í Rússlandi verður gríðarlega stórt verkefni, sérstaklega með tilliti til mannrétindamála."

Obayiuwana er fréttamaður og lögfræðingur og segir hann að fyrrverandi yfirmaður starfshópsins hafi ekki haldið einn einasta fund, og var svo dæmdur fyrir skattsvik.

„Starfshópur FIFA gegn kynþáttafordómum var ætlaður til skamms tíma. Þess vegna gleður okkur að tilkynna að ekki er lengur þörf fyrir starfshópinn þar sem hann er búinn að sinna öllum þeim verkefnum sem þarf," stendur meðal annars í bréfi sem Obayiuwana fékk frá FIFA síðasta föstudag..
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner