mið 28. september 2016 19:00
Jóhann Ingi Hafþórsson
Jurgen Klinsmann hefur ekki áhuga á enska landsliðinu
Jurgen Klinsmann
Jurgen Klinsmann
Mynd: Getty Images
Jurgen Klinsmann segist ekki hafa áhuga á því að taka vði enska landsliðinu eftir að Sam Allardyce hætti í gær.

Klinsmann hafði áhuga á starfinu í sumar, áður en Allardyce tók við af Roy Hodgson.

Nú hefur hann hins vegar skrifað á Twitter að hann hafi engan áhuga á starfinu. Gareth Southgate tekur við liðinu, næstu fjóra leiki og þykir hann hvað líklegastur til að taka við starfinu en Steve Bruce, Glenn Hoddle og Eddie Howe hafa einnig verið nefndir til sögunnar.

Southgate var með U-21 árs lið Englands en Aidy Boothroyd tekur við því liði á meðan Southgate er með A-landsliðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner