Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 28. september 2016 17:53
Magnús Már Einarsson
Meistaradeildin - Byrjunarlið: Birkir byrjar gegn Arsenal
Birkir byrjar á Emirates.
Birkir byrjar á Emirates.
Mynd: Getty Images
Kolarov verður miðvörður í dag.
Kolarov verður miðvörður í dag.
Mynd: Getty Images
Átta leikir eru á dagskrá í Meistaradeildinni klukkan 18:45 en fylgst verður með gangi mála í úrslitaþjónustu á forsíðu Fótbolta.net.

Birkir Bjarnason er í byrjunarliði Basel sem heimsækir Arsenal í A-riðlinum. Þar mætast bræðurnir Granit Xhaka og Taulant Xhaka.

David Ospina er í markinu hjá Arsenal líkt og í jafnteflinu gegn PSG. Ospina kemur inn í liðið fyrir Petr Cech og Xhaka kemur inn fyrir Francis Coquelin sem meiddist í 3-0 sigrinum á Chelsea um helgina.

Manchester City heimsækir Celtic í Skotlandi. Nolito kemur inn í liðið fyrir Kevin de Bruyne sem er meiddur og þá koma Pablo Zabaleta og Gael Clichy inn í vörnina fyrir Bacary Sagna og John Stones. Aleksandar Kolarov spilar sem miðvörður hjá City í dag.

Lionel Messi er fjarri góðu gamni vegna meiðsla hjá Barcelona sem mætir Gladbach í Þýskalandi.

Á Spáni mætast síðan Atletico Madrid og Bayern í hörkuleik.

Arsenal: Ospina, Bellerin, Mustafi, Koscielny, Monreal, Cazorla, Xhaka, Walcott, Ozil, Iwobi, Sanchez.
Basel: Vaclik, Lang, Suchy, Xhaka, Balanta, Traore, Birkir Bjarnason, Zuffi, Fransson, Doumbia, Steffen.

Celtic: Gordon, Lustig, Toure, Sviatchenko, Tierney, Bitton, Brown, Forrest, Rogic, Sinclair, Dembele.
Manchester City: Bravo, Zabaleta, Otamendi, Kolarov, Clichy, Fernandinho, Gundogan, Silva, Sterling, Nolito, Aguero.

Atletico Madrid: Oblak; Juanfran, Godin, Savic, Filipe; Carrasco, Gabi, Saúl, Koke; Torres, Griezmann.
Bayern: Neuer, Lahm, Boateng, J. Martínez, Alaba, Alonso, Thiago, Vidal, Ribéry, Muller, Lewandowski.

Barcelona: Ter Stegen, S. Roberto, Pique, Mascherano, Alba, Busquets, Rakitic, Iniesta, Neymar, Alcacer, Suarez


Leikir kvöldsins:

A-riðill:
18:45 Arsenal - Basel (Stöð 2 Sport 2)
18:45 Ludogorets - PSG

B-riðill:
18:45 Napoli - Benfica
18:45 Besiktas - Dynamo Kiev

C-riðill:
18:45 Celtic - Man City (Stöð 2 Sport 3)
18:45 B. M'Gladbach - Barcelona (Stöð 2 Sport 5)

D-riðill:
18:45 Atletico Madrid - Bayern München (Stöð 2 Sport 4)
18:45 FK Rostov - PSV Eindhoven
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner