banner
   mið 28. september 2016 15:40
Magnús Már Einarsson
Vín daginn fyrir leik hjá Vardy - Þrír Red Bull á leikdegi
Mynd: Getty Images
Jamie Vardy, framherji Leicester, er að gefa út ævisögu sína og undanfarið hafa birst áhugaverðir hlutar úr henni.

Í gær útskýrði Vardy meðal annars hvernig Vodka hélt honum frá keppni á sínum tíma.

Í dag birtist hluti úr bókinni þa sem Vardy lýsir undirbúning sínum fyrir leiki með Leicester. Þar kemur fram að hann drekkur 250 ml af rauðvíni, kvöldið fyrir leik.

„Ég ákvað að drekka rauðvín fyrir alla leiki tímabilið 2015/2016. Ég er vanalega ekki hjatrúafullur en eftir að ég skoraði í opnunarleiknum gegn Sunderland vildi ég ekki breyta neinu," sagði Vardy en hann fær sér rauðvín meðan hann horfir á sjónvarpið kvöldið fyrir leik.

„Þetta bragðast eins og Ribena (ávaxtasafi) fyrir mig. Þetta hjálpar mér að slaka á og gerir mér auðveldara með að sofna kvöldið fyrir leik."

Þegar Vardy er að spila klukkan 15:00 á laugardögum þá lætur hann eina máltíð nægja fyrir leik. Hann drekkur hins vegar þrjár dósir af Red Bull orkudrykk og tvöfaldan espresso kaffibolla.

Þegar Vardy vaknar þá fær hann sér fyrstu Red bull dósina. Hann borðar klukkan 11:30 og fær sér svo aðrar Red Bull. Í kringum upphitun fyrir leikinn klárar hann svo þriðju dósina.

„Þrír Red Bull, tvöfaldur espresso og eggjakaka með osti og skinku er það sem fær mig til að hlaupa eins og vitleysingur á leikdegi," segir Vardy.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner