Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 28. september 2017 13:56
Magnús Már Einarsson
Ancelotti rekinn frá Bayern (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Carlo Ancelotti, þjálfari Bayern Munchen, hefur verið rekinn úr starfi en félagið staðfesti þetta nú rétt í þessu.

Bayern steinlá 3-0 gegn PSG í Meistaradeildinni í gærkvöldi og á fundi í dag var Ancelotti tilkynnt að hann hafi verið rekinn. Bayern er í 3. sæti í þýsku Bundesligunni eftir sex umferðir.

„Frammistaða liðsins frá upphafi tímabils hefur ekki náð að uppfylla vætningar okkar," sagði Karl-Heinz Rummenigge, forseti Bayern.

Ancelotti tók við Bayern sumarið 2016 eftir að hafa áður stýrt stórliðum eins og AC Milan, Juventus, Chelsea, Real Madrid og PSG.

Ancelotti náði að landa þýska meistaratitlinum með Bayern á síðasta tímabili en það þykir vera algjör lágmarkskrafa á þeim bænum.

Willy Sagnol, aðstoðarþjálfari Bayern, stýrir liðinu tímabundið og verður við stjórnvölinn í leiknum gegn Hertha Berlin á sunnudag áður en framhaldið verður ákveðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner