Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 28. október 2016 13:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Aaron Ramsey snýr aftur eftir meiðsli
Aaron Ramsey.
Aaron Ramsey.
Mynd: Getty Images
Aaron Ramsey verður í leikmannahópi Arsenal sem mætir botnliði Sunderland í hádegisleik ensku úrvalsdeildarinnar á morgun klukkan 11:30.

Ramsey varð fyrir meiðslum gegn Liverpool í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar og hefur verið frá síðan þá, en Arsene Wenger staðfesti það á blaðamannafundi að Ramsey yrði klár í slaginn um helgina.

Það er þó óvissa með nokkra leikmenn í leikmannahópi Arsenal fyrir leikinn á morgun þar sem Santi Cazorla, Nacho Monreal og Theo Walcott eru tæpir en það mun þó koma í ljós í dag hvort þeir verði með.

Það bættist svo einn á meiðslalista Arsenal í vikunni þegar það kom í ljós að Lucas Perez verður frá í átta vikur vegna meiðsla sem hann hlaut í leik gegn Reading í enska deildarbikarnum.

Granit Xhaka fékk þriggja leikja bann í 3-2 sigri Arsenal á Swansea fyrr í þessum mánuði en tekur út sinn síðasta leik í banninu á morgun og verður því gjaldgengur í ensku úrvalsdeildinni næstu helgi.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner