Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fös 28. október 2016 05:55
Jóhann Ingi Hafþórsson
England um helgina - Jóhann Berg fer á Old Trafford
Jói Berg fer á Old Trafford.
Jói Berg fer á Old Trafford.
Mynd: Getty Images
Enski boltinn heldur að sjálfsögðu áfram um helgina.

Sunderland fær Arsenal í heimsókn í fyrsta leik helgarinnar en Sunderland er eina liðið sem ekki hefur tekist að vinna hingað til og eru þeir því á botninum með aðeins tvö stig en Arsenal er með 20 stig á toppnum ásamt Manchester City og Liverpool

Jóhanni Berg Guðmundssyni hefur lengi dreymt um að spila á Old Trafford en sá draumur rætist er hann og félagar hans hjá Burnley mæta Manchester United. Englandsmeistarar Leicester mæta Tottenham á sama tíma.

Manchester City hefur ekki unnið í sex leikjum í röð í öllum keppnum en þeir fá tækifæri til að snúa því við er þeir fara í heimsókn til WBA. Crystal Palace mætir svo Liverpool í síðasta leik laugardagsins.

Á sunnudaginn eru svo tveir leikir. Annars vegar mætir Everton, West Ham og hins vegar mætast Southampton og Chelsea en Chelsea er aðeins einu stigi frá toppliðunum.

Gylfi Þór Sigurðsson og liðsfélagar hans í Swansea mæta svo Stoke á mánudaginn og er það síðasti leikur helgarinnar.

Laugardagurinn 29. október:
11:30 Sunderland - Arsenal (Stöð 2 Sport)
14:00 Manchester United - Burnley (Stöð 2 Sport)
14:00 Middlesbrough - Bournemouth
14:00 Tottenham - Leicester
14:00 Watford - Hull City
14:00 WBA - Manchester City
16:30 Crystal Palace - Liverpool (Stöð 2 Sport)

Sunnudagurinn 30. október:
13:30 Everton - West Ham (Stöð 2 Sport)
16:00 Southampton - Chelsea (Stöð 2 Sport)

Mánudagurinn 31. október:
20:00 Stoke City - Swansea (Stöð 2 Sport)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner