fös 28. október 2016 22:30
Arnar Geir Halldórsson
Guardiola hæstánægður með Manchester borg
Gott að vera í Manchester
Gott að vera í Manchester
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Man City, segir að hann hafi yfir engu að kvarta í Manchester borg eftir að hafa fært sig um set frá Þýskalandi í sumar.

Kollegi hans hjá Man Utd, Jose Mourinho, kvartaði yfir lífinu í Manchester borg fyrr í vikunni en fjölskylda Portúgalans býr í London á meðan Mourinho dvelur á hóteli í Manchester.

„Ég kann mjög vel við mig hérna. Ég er ekki ánægður með úrslitin að undanförnu því við höfum ekki verið að vinna en ég læt það ekki stjórna lífi mínu."

„Auðvitað hafa úrslitin áhrif á daglegt líf því þegar þú vinnur ekki hefur þú meira að hugsa um með það að leiðarljósi að bæta liðið."

„En heilt yfir líður mér vel. Börnin mín eru mjög ánægð í skólanum og konan mín er glöð með lífið hérna. Fólkið hérna hefur hjálpað okkur að aðlagast svo ég er ánægður,"
segir Guardiola.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner