Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 28. október 2016 14:00
Magnús Már Einarsson
Hansi Bjarna spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Hans Steinar Bjarnason og stjúpsonur hans Freyr Alexandersson.
Hans Steinar Bjarnason og stjúpsonur hans Freyr Alexandersson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hansi spáir Manchester United sigri.
Hansi spáir Manchester United sigri.
Mynd: Getty Images
Liverpool vinnur Crystal Palace samkvæmt spá Hansa.
Liverpool vinnur Crystal Palace samkvæmt spá Hansa.
Mynd: Getty Images
Samúel Örn Erlingsson var með þrjá rétta þegar hann spáði í leikina í enska boltanum fyrir viku.

Hans Steinar Bjarnason, íþróttafréttamaður á RÚV, spáir í spilin að þessu sinni.



Sunderland 0 - 3 Arsenal (11:45 á morgun)
Sunderland er í bullinu á botninum. Engin stemning. Arsenal gengur frá þessu í fyrri hálfleik.

Man Utd 2 - 1 Burnley (14:00 á morgun)
Ég var búinn að setja 1-1 á þennan leik en breytti á síðustu stundu. Engin úrslit koma manni í raun á óvart þegar Utd er annars vegar þessa dagana.

Middlesbrough 1 - 2 Bournemouth (14:00 á morgun)
Boro bara vinnur ekki leik þessa dagana á meðan B´mouth hefur verið að ná í tilkomumikil úrslit að undanförnu. Tippa á Cherries.

Tottenham 2 - 0 Leicester (14:00 á morgun)
Spurs hefur átt í vandræðum með að skora síðan Harry Kane meiddist. En Ranieri hvílir stóru byssurnar fyrir meistaradeildarleikinn gegn FC Köben. Spurs ætti að klára þetta.

Watford 3 - 1 Hull (14:00 á morgun)
Watford er alveg með allt í lagi lið og tekur þetta á heimavelli.

West Brom 1 - 2 Man City (14:00 á morgun)
City hefur kannski ekki unnið sigur í 6 leikjum í röð en er í öðrum klassa en WBA. Skandall ef City vinnur þetta ekki.

Crystal Palace 1 - 2 Liverpool (16:30 á morgun)
Það er kominn eldmóður í þetta Liverpool lið sem fær mann til að trúa að það geti unnið alla leiki. Þessi leikur á svoldið eftir að gefa til kynna hversu sannfærandi Liverpool getur verið í titilbaráttu.

Everton 2 - 0 West Ham (13:30 á sunnudag)
Erfiðari leikur fyrir West Ham en þeir síðustu. Romelu Lukaku elskar að skora hjá West Ham og heldur því áfram.

Southampton 1 - 1 Chelsea (16:00 á sunnudag)
Þetta verður erfiður leikur fyrir Chelsea. Southampton hefur aðeins tapað einum af síðustu 10 leikjum, er erfitt að brjóta niður og hættulegt í skyndisóknum. Jafntefli.

Stoke 1 - 1 Swansea (20:00 á mánudag)
Mig langar að segja 2-1 fyrir Stoke en það fer alveg eftir því í hvernig stuði Xherdan Shaqiri verður. Swansea þarf frekar mikið á stigi að halda þarna í botnbaráttunni.

Sjá einnig:
Sigurður Egill Lárusson (7 réttir)
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (7 réttir)
Kjartan Atli Kjartansson (4 réttir)
Margrét Lára Viðarsdóttir (4 réttir)
Milos Milojevic (4 réttir)
Davíð Þór Viðarsson (3 réttir)
Páll Magnússon (3 réttir)
Samúel Örn Erlingsson (3 réttir)
Theodór Elmar Bjarnason (3 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner