Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 28. október 2016 12:45
Magnús Már Einarsson
Henson á einn af bestu búningum níunda áratugarins
Halldór Einarsson eigandi Henson.
Halldór Einarsson eigandi Henson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eurosport birti í morgun skemmtilegt myndband með bestu búningum níunda áratugarins í Evrópuboltanum.

Margir skemmtilegir búningar eru á listanum og þar á meðal kemur einn frá Henson á Íslandi.

Aston Villa spilaði í Henson búningum frá 1985 til 1987 og fyrri búningurinn er á lista yfir einn af þeim flottustu að mati Eurosport.

Helstu stjörnur Aston Villa á þessum tíma voru Andy Gray (seinna sérfræðingur hjá Sky), Gary Shaw, Martin Keown, Peter Withe, Gordon Cowans.

AC Milan, Barcelona, Juventus, Manchester United, Real Madrid og fleiri stórlið eiga einnig búninga á listanum.

Hér að neðan má sjá listann frá Eurosport.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner