Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fös 28. október 2016 11:27
Magnús Már Einarsson
Lokeren kynnir Rúnar sem kóng
Rúnar Kristinsson.
Rúnar Kristinsson.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Lokeren kynnti í morgun Rúnar Kristinsson sem nýjan þjálfara liðsins.

Rúnar er elskaður hjá Lokeren eftir að hann spilaði með liðinu við góðan orðstír frá 2000 til 2007.

„Kóngurinn Rúnar er kominn aftur," sagði Lokeren á Twitter í dag en færsluna má sjá hér að neðan.

Rúnar tekur við Lokeren af Georges Leekens sem látinn var taka pokann sinn.

Lokeren er í 13. sæti af sextán liðum í belgísku úrvalsdeildinni og Rúnar á verðugt verkefni fyrir höndum í að snúa gengi liðsins við.

Hér að neðan er Twitter færslan skemmtilega frá Lokeren.




Athugasemdir
banner
banner
banner