banner
   fös 28. október 2016 09:30
Magnús Már Einarsson
Man Utd íhugar að selja þrjá varnarmenn
Powerade
Smalling gæti verið á förum.
Smalling gæti verið á förum.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru klár með slúðurpakkann í dag eins og alla aðra daga.



LA Galaxy vill fá Wayne Rooney (31) frá Manchester United. (Sun)

Manchester United er að íhuga að selja varnarmennina Chris Smalling, Daley Blind og Marcos Rojo. Antonio Rudiger (23), varnarmaður Roma, er á óskalistanum. (Daily Mail)

Barcelona ætlar að reyna að fá Nathaniel Clyne (25) frá Liverpool í janúar á 20 milljónir punda. (Sun)

Meust Özil (28) ræddi við Fenerbahce í sumar. (Daily Star)

Erik Lamela (24) vill gera nýjan samning við Tottenham. (Evening Standard)

Liverpool ætlar að fá hinn 15 ára gamla Emeka Obi frá Bury um leið og enska úrvalsdeildin hefur grænt ljós á vegabréf hans. (Daily Mail)

Vincent Kompany (30) er ekki búinn að sannfæra Pep Guardiola um að hann passi í áætlanir sínar. (Telegraph)

Cristiano Rnoaldo (30) segir að fótboltinn hafi kennt sér að láta neikvætt fólk hjálpa sér áfram. (Coach magazine)

Gladbach vill framlengja lánssamning sinn við danska varnarmanninn Andreas Christensen (20) en hann er í láni frá Chelsea. (Evening Standard)

Nathaniel Chalobah (21) ætlar ekki að gefast upp þrátt fyrir fá tækifæri hjá Chelsea. (Sun)

Henrikh Mkhitaryan (27) segist ætla að gera allt sem hann getur til að hjálpa liði Manchester United. Mkhitaryan hefur einungis spilað fjóra leiki á tímabilinu. (Guardian)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner