Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 28. október 2016 17:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Mourinho: Mkhitaryan þarf tíma til að aðlagast
Henrik Mkhitaryan.
Henrik Mkhitaryan.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho staðfestir að Armeninn Henrik Mkhitaryan er ekki meiddur en vill þó að hann aðlagist ensku úrvalsdeildinni betur.

„Sumir leikmenn eru fljótir að aðlagast en aðrir leikmenn þurfa meiri tíma til að venjast ákefðinni í enska boltanum. Mkhitaryan þarf tíma til að vera sá topp leikmaður sem við vitum að hann getur verið," sagði Mourinho.

Mkhitaryan kom til Manchester United í sumar frá Dortmund en hefur lítið spilað það sem af er tímabili. Hann spilaði síðast í 1-2 tapi Manchester United gegn Manchester City þann 10. september en fór út af í hálfleik vegna meiðsla.

Búist var við Mkhitaryan í hópi Manchester United í deildabikarnum í vikunni en svo fór ekki og margir hafi spurt sig hvort hann sé en meiddur en Mourinho staðfesti að svo væri ekki.

Manchester United mætir Jóhanni Berg og félögum hans í Burnley á morgun laugardag klukkan 14:00.
Athugasemdir
banner
banner
banner