fös 28. nóvember 2014 19:01
Brynjar Ingi Erluson
Leikmannamál
Atli Viðar búinn að framlengja við FH
Atli Viðar verður áfram hjá FH
Atli Viðar verður áfram hjá FH
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Atli Viðar Björnsson, framherji FH í Pepsi-deild karla, hefur framlengt samning sinn við félagið út næsta tímabil með möguleika á öðru ári en hann staðfesti þetta við Fótbolta.net nú rétt í þessu.

Atli, sem er 34 ára gamall, gerði átta mörk í átján leikjum fyrir FH í sumar en samningur hans átti að renna út um áramótin.

Hann gekk til liðs við FH frá Dalvík árið 2001 og hefur meira og minna leikið með Hafnfirðingum síðan þá en hann tók þó stutt stopp í Fjölni árið 2007 er hann gerði 14 mörk í 17 leikjum í fyrstu deildinni.

Óvíst var með framhaldið hjá Atla og var orðrómur um að hann gæti yfirgefið FH en hann hefur nú framlengt samning sinn um eitt ár með möguleika á öðru ári.

,,Ég er ánægður með að þetta sé í höfn. Núna getur maður einbeitt sér að því að byrja að æfa og reyna að geta eitthvað," sagði Atli við Fótbolta.net.

,,Maður skoðaði stöðuna og velti vöngum yfir framhaldinu en þetta var auðvitað besta niðurstaðan," sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner