fös 28. nóvember 2014 20:05
Brynjar Ingi Erluson
Guðrún Karitas í Stjörnuna (Staðfest)
Guðrún Karitas og Einar Páll Tamimi, formaður mfl. ráðs kvenna Stjörnunnar
Guðrún Karitas og Einar Páll Tamimi, formaður mfl. ráðs kvenna Stjörnunnar
Mynd: Stjarnan
Íslandsmeistaralið Stjörnunnar hefur styrkt sig fyrir átökin í Pepsi-deild kvenna næsta sumar en Guðrún Karitas Sigurðardóttir kom frá ÍA í dag og skrifaði í kjölfarið undir tveggja ára samning við Stjörnuna.

Guðrún, sem er 18 ára gömul, var valin efnilegasti leikmaður Pepsi-deildarinnar í sumar er hún lék með ÍA en hún er uppalin hjá Skagaliðinu.

Hún er dóttir, Sigurðar Jónssonar, fyrrum leikmanni Arsenal og íslenska landsliðsins, en hann þjálfar Kára sem tryggði sér sæti í 3. deildinni undir lok sumars.

Guðrún hefur æft með Stjörnunni undanfarnar vikur og hefur nú í kjölfarið skrifað undir tveggja ára samning við félagið.

Hún á að baki 48 mótsleiki með ÍA og skoraði í þeim 25 mörk og þá hefur hún leikið 15 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands og gert fjögur mörk í þeim leikjum.

Anna Björk Kristjánsdóttir og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir framlengdu samninga sína við Stjörnuna á dögunum og berast því ekkert nema gleðitíðindi úr Garðabænum þessa dagana.
Athugasemdir
banner
banner
banner