Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 28. nóvember 2014 17:00
Magnús Már Einarsson
Hleypur með bolta niður Laugarveginn ef 250 þúsund safnast
Harpa Þorsteinsdóttir.
Harpa Þorsteinsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Barnaheill er að vinna að forvarnarverkefni gegn einelti í leikskólum og er með fjáröflunarátakið Jólapeysan til að safna fyrir því.

Harpa Þorsteinsdóttir, landsliðskona og leikmaður Stjörnunnar, ætlar að rekja bolta niður Laugarveginn föstudaginn 5. des ef hún nær að safna 250.000 krónum í söfnun Barnaheilla fyrir þann tíma.

Skilaboð frá Hörpu
Eins og þið hafið kannski tekið eftir hef ég ákveðið að leggja góðu málefni lið og hjálpa Barnaheillum að safna fyrir forvarnarverkefni gegn einelti. En til þess þarf ég ykkar stuðning. Ef ég næ að safna kr. 250.000 ætla ég að rekja bolta niður Laugarveginn föstudaginn 5. desember í jólapeysu!

Þú styður við mig og átakið með því að senda smsið „4013“ á áheitanúmerin 9031510 fyrir 1000, 9031520 fyrir 2000 eða 9031550 fyrir 5000 eða fara inn á áheitasíðuna mína á jolapeysan.is og millifæra eða greiða með kreditkorti:

Takk fyrir stuðninginn!
Harpa Þorsteinsdóttir
Knattspyrnukona
Athugasemdir
banner
banner
banner