Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 28. nóvember 2014 14:30
Elvar Geir Magnússon
Keane segist vilja einbeita sér að Írlandi
Roy Keane.
Roy Keane.
Mynd: Getty Images
Eins og við greindum frá fyrr í dag hefur Roy Keane sagt upp starfi sínu sem aðstoðarstjóri Aston Villa.

Keane segist vilja einbeita sér að starfi sínu sem aðstoðarþjálfari írska landsliðsins en hann er aðstoðarmaður Martin O’Neill.

Paul Lambert þarf því að finna sér nýjan aðstoðarmann.

„Því miður þá skarast þessi störf þannig á að ég get ekki sinnt þeim báðum á fullu. Það er ekki sanngjarnt, hvorki gagnvart Villa né Írlandi," segir Keane.

„Ég hef því tekið þessa ákvörðun. Ég vil þakka Paul fyrir að hafa gefið mér þetta tækifæri að starfa fyrir frábært fótboltafélag. Ég hef svo sannarlega notið þess að vera hjá Villa og óska félaginu alls hins besta."
Athugasemdir
banner
banner
banner