Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 28. nóvember 2014 19:32
Magnús Már Einarsson
Íslenski boltinn
Kiddi Magg í KR (Staðfest)
Kristinn Jóhannes Magnússon er á leið í KR á nýjan leik.
Kristinn Jóhannes Magnússon er á leið í KR á nýjan leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristinn Jóhannes Magnússon, miðjumaður Víkings, hefur ákveðið að ganga til liðs við uppeldisfélag sitt KR en þetta staðfesti hann í samtali við Fótbolta.net í kvöld.

Hinn þrítugi Kristinn hefur samþykkt að gera þriggja ára samning við KR.

,,Ég er alsæll með þetta en auðvitað er erfitt að yfirgefa Víking, sérstaklega eftir gott gengi undanfarin tvö ár," sagði Kristinn við Fótbolta.net í kvöld.

Kristinn mun spila með KR þegar liðið mætir hans gömlu félögum í Víkingi í Bose-bikarnum í Egilshöll á morgun klukkan 14:30 en leikurinn er sýnur beint á Sporttv.is og Fótbolta.net.

Kristinn er uppalinn KR-ingur en hann lék með liðinu til ársins 2009 þegar hann gekk til liðs við Víking. Undanfarin tvö ár hefur Kristinn spilað alla leiki Víkings bæði í deild og bikar og verið í lykilhlutverki.

Nánar verður rætt við Kristinn í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu 97,7 milli 12 og 14 á morgun.
Athugasemdir
banner
banner