Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 28. nóvember 2014 11:24
Magnús Már Einarsson
Maggi Lú: Gat ekki sleppt þessu tækifæri
Magnús Már Lúðvíksson.
Magnús Már Lúðvíksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Það heillaði mig að fara út í þjálfun og það er ekki verra að vera spilandi með til að byrja með," sagði Magnús Már Lúðvíksson við Fótbolta.net í dag en hann hefur verið ráðinn spilandi aðstoðarþjálfari hjá Fram.

Hinn 33 ára gamli Magnús Már hefur leikið með Val undanfarin tvö ár en hann ákvað að fara frá félaginu í haust.

Fleiri félög sýndu áhuga á að fá Magnús í sínar raðir en tilboðið frá Fram heillaði mest.

,,Það voru einhverjir kostir. Ég hafði hugsað mér að leggja skóna á hilluna en mér fannst ég ekki geta sleppt þessu tækifæri."

Þrettán leikmenn eru farnir frá Fram eftir að liðið féll úr Pepsi-deildinni en Maggi Lú er ekki smeykur við baráttuna næsta sumar þrátt fyrir það.

,,Nei alls ekki, það koma menn í manns stað og við erum með góða hryggjasúlu til staðar, svo er nægur tími fram að móti til að sjá hvort það þurfi að bæta við í einhverjar stöður," sagði Maggi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner