banner
   fös 28. nóvember 2014 13:30
Magnús Már Einarsson
Micah Richards: Er orðinn tíu sinnum betri í dag
Richards hefur átt erfitt uppdráttar undanfarin ár.
Richards hefur átt erfitt uppdráttar undanfarin ár.
Mynd: Getty Images
Micah Richards segir að hann sé tíu sinnum betri leikmaður í dag heldur en þegar hann spilaði sinn fyrsta leik með enska landsliðinu 18 ára gamall.

Richards á einungis þrettán landsleiki að baki en hann er í dag í láni hjá Fiorentina frá Manchester City.

,,Ég kom of ungur inn. Ef ég myndi fara í treyju enska landsliðsins núna þá yrði ég tíu sinnum betri en ég var á sínum tíma," sagði Richards.

,,Ég átti tvö góð timabil hjá City en ég var ekki nógu góður í að staðsetja mig og tækni mín var ekki í landsliðsklassa."

,,Ég notaði hraðann minn og kraft til að koma mér út úr vandræðum."

Athugasemdir
banner
banner
banner