Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 28. nóvember 2014 08:00
Daníel Freyr Jónsson
Heimild: Goal.com 
Milan og Inter hafa áhuga á króatískri markavél
Andrej Kramaric í landsleik með Króatíu.
Andrej Kramaric í landsleik með Króatíu.
Mynd: Getty Images
Ítölsku stórliðin AC Milan og Inter eru á meðal liða sem hafa augastað á króatíska framherjanum Andrej Kramaric, sem spilar með HNK Rijeka í heimalandi sínu.

Kramaric hefur verið funheitur á tímabilinu og skorað 21 mark í einungis 15 deildarleikjum með Rijeka. Í heildina hefur hann skorað 27 mörk í 25 leikjum í öllum keppnum og er áhuginn á leikmanninum skiljanlega mikill.

Fyrir rétt rúmu ári var Kramaric látinn fara frá Dinamo Zagreb, en hann þótti ekki nægilega góður fyrir liðið. Kom hann upp í gegnum unglingastarf Zagreb þar sem hann hafði slegið hvert metið að fætur öðru í unglingaliðum félagsins.

Hann skoraði 16 mörk á fyrsta tímabili sínu með Rijeka og er ljóst að hann verður ekki mikið lengur í herbúðum félagsins.
Athugasemdir
banner
banner