Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 28. nóvember 2014 09:44
Alexander Freyr Tamimi
Roy Keane hættur hjá Aston Villa (Staðfest)
Roy Keane á bekknum hjá Aston Villa.
Roy Keane á bekknum hjá Aston Villa.
Mynd: Getty Images
Roy Keane er hættur störfum sem aðstoðarþjálfari Aston Villa, en þetta staðfesti félagið á Twitter síðu sinni rétt í þessu. Meiri upplýsinga er að vænta frá félaginu fljótlega.

Keane var ráðinn til Aston Villa í júlí á þessu ári til að vera Paul Lambert innan handar, en þessi afar umdeildi Íri hefur mikið verið í sviðsljósinu eftir að hann gaf út ansi krassandi ævisögu sína.

Hinn 42 ára gamli Keane var sigursæll leikmaður hjá Manchester United en hann var knattspyrnustjóri Sunderland frá 2006 til 2008 og síðar Ipswich frá 2009 til 2011.

Hann lenti á dögunum í veseni þegar hann var sakaður um að kýla stuðningsmann írska landsliðsins, en hann er einnig aðstoðarlandsliðsþjálfari Írlands.
Athugasemdir
banner
banner
banner