banner
   fös 28. nóvember 2014 16:30
Elvar Geir Magnússon
Þreyta í Toni Kroos
Mynd: Getty Images
Toni Kroos, miðjumaður Real Madrid. segist vera farinn að finna fyrir þreytu eftir krefjandi fótboltaár.

Kroos hjálpaði Bayern München að vinna þýska meistaratitilinn og svo þýska landsliðinu að vinna HM í sumar.

„Ég hef aldrei spilað svona mikið áður. Ég get ekki beðið eftir sumrinu," sagði Kroos kíminn við Kicker.

„Ég finn fyrir þreytu. Til að gera hlutina enn verri þá er ekkert frí í janúar á Spáni eins og í Þýskalandi. Ég verð bara að keyra í gegnum þetta en verð væntanlega hvíldur á einhverjum tímapunkti."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner