fös 28. nóvember 2014 18:00
Magnús Már Einarsson
U23 ára landslið kvenna mætir Póllandi í Kórnum
Elín Metta er gjaldgeng í U23 ára landsliðið.
Elín Metta er gjaldgeng í U23 ára landsliðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
U23 landslið kvenna mun í janúar, leika vináttulandsleik gegn A landsliði Póllands og verður leikið í Kórnum.

Leikið verður 14. janúar og þjóðirnar munu svo mætast aftur, þá í Póllandi, árið 2016.

Landslið leikmanna U23 kvenna hefur aðeins leikið einn leik áður en það var árið 2012 þegar leikið var gegn Skotum ytra. Þeim leik lauk með jafntefli, 2 - 2.

Ísland hefur leikið þrisvar sinnum gegn Póllandi en þá var A landsliðið á ferðinni.

Allir þrír leikirnir hafa unnist, Síðast mættust þjóðirnar árið 2008 á Algarve og urðu lokatölur þá, 2 - 0.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner