banner
   lau 28. nóvember 2015 10:59
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: BBC 
Bayern ætlar að berjast fyrir Guardiola
Powerade
Guardiola er áfram í slúðrinu
Guardiola er áfram í slúðrinu
Mynd: EPA
Lucas Moura er orðaður við Man Utd
Lucas Moura er orðaður við Man Utd
Mynd: Getty Images
Þá er slúðrið komið í hús á þessum fína laugardegi.



Bayern Munchen er tilbúið að berjast fyrir Pep Guardiola, stjóra liðsins, en orðrómar eru á kreiki um að hann hafi samþykkt að taka við Manchester City fyrir næsta tímabil. (Daily Mail)

Manchester United gæti reynt að kaupa Lucas Moura, leikmann PSG, en Lucas var nálægt því að semja við United fyrir fjórum árum. (L'Equipe)

Martin Demichelis, leikmaður Man City, gæti yfirgefið félagið í janúar, en talið er að Rosario Central í Argentínu hafi mikinn áhuga á honum. (Daily Mirror)

Chelsea er tilbúið að bjóða 30 milljónir punda í Alex Teixeira, leikmann Shakhtar Donetsk, í janúar. (Daily Express)

Everton og Aston Villa eru að skoða Andre Gray, framherja Burnley, en hann er metinn á 15 milljónir punda. (Daily Mirror)

Gareth Seddon, leikmaður Salford City og fyrrum liðsfélagi Jamie Vardy, segir að Vardy sé hetja í augum leikmanna í neðri deildunum og líkir honum við Rocky. (Daily Star)

Chris Houghton, fyrrum stjóri Newcastle, er viss um það að Steve McClaren sé rétti maðurinn til að stýra Newcastle. (TalkSport)

James Wilson, sóknarmaður Manchester United, segir að það hafi verið auðveld ákvörðun að fara til Brighton á láni út tímabilið. (The Argus)

En Louis van Gaal, stjóri United, segir að það hafi ekki verið gott til skemmri tíma að lána Wilson frá félaginu. (Manchester Evening News)

Lee Carsley mun stýra Brentford gegn Bolton á mánudaginn, þrátt fyrir að hafa sagt að sigurinn á móti Nottingham Forest um síðustu helgi hafi verið sinn síðasti leikur með félagið.
Athugasemdir
banner
banner
banner