Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 28. nóvember 2015 21:29
Alexander Freyr Tamimi
Belgía: Góður útisigur hjá Sverri Inga og félögum
Sverrir spilaði allan leikinn í sigri.
Sverrir spilaði allan leikinn í sigri.
Mynd: Kristján Bernburg
Sporting Charleroi 1 - 2 Lokeren
0-1 Evariste Ngolok ('34)
0-2 Marko Miric ('69)
1-2 Dieumerci Ndongala ('80)

Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn og var í byrjunarliði Lokeren þegar liðið vann góðan 2-1 útisigur gegn Sporting Charleroi í belgísku úrvalsdeildinni í kvöld.

Með sigrinum reif Lokeren sig fjarri fallsvæðinu eftir afleita byrjun á tímabilinu, en liðið er nú með 18 stig eftir 16 leiki.

Það var Evariste Ngolok sem kom Lokeren yfir skömmu fyrir leikhlé og Marko Miric tvöfaldaði forystu gestanna í seinni hálfeliknum.

Dieumerci Ndongala náði að klóra í bakkann fyrir Sporting Charleroi á 80. mínútu en nær komust heimamenn ekki og 2-1 sigur Lokeren staðreynd.
Athugasemdir
banner
banner
banner