Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 28. nóvember 2015 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Goal 
Gagnrýnir Arsenal fyrir að hafa tekið flugið til Norwich
Arsene Wenger flaug með sitt lið til Norwich og umhverfissinnar eru ekki sáttir
Arsene Wenger flaug með sitt lið til Norwich og umhverfissinnar eru ekki sáttir
Mynd: Getty Images
Arsenal og Arsene Wenger, stjóri liðsins, hafa fengið gagnrýni á sig frá umhverfissinum eftir að hafa tekið 14 mínútna flug til Norwich fyrir leik liðanna á morgun.

Leiðin til Carrow Road er um 300 kílómetrar, en Arsenal hefur fengið á sig mikla gagnrýni frá umhverfishópnum, Plane Stupid, vegna málsins, en hópurinn segir það að fljúga í svo skamman tíma sé fáránlegt.

Ella Gilbert, talsmaður Plane Stupid og mikill stuðningsmaður Arsenal, var ekki ánægð með þessa ákvörðun Arsenal að fljúga til Norwich.

"Eftir að hafa búið í Norwich og Finsbury Park, þá get ég sagt ykkur það að þú getur farið þessa vegalengd á tveimur tímum með lest og gert það án þess að kynda undir loftslagsbreytingar. Þetta er fáránlegt," sagði Gilbert.

"Ég hef verið stuðningsmaður Arsenal allt mitt líf, svo ég er vön því að skammast fyrir liðið mitt, en ég vil helst að þeir bíði þangað til að leikurinn byrji áður en þeir niðurlægja stuðningsmenn sína."

"Ekki fljúga til Norwich, kanarífuglarnir eru ekki þess virði,"
sagði Gilbert að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner