lau 28. nóvember 2015 21:39
Alexander Freyr Tamimi
Ítalía: Auðvelt fyrir AC Milan gegn Sampdoria
Mynd: Getty Images
Milan 4 - 1 Sampdoria
1-0 Giacomo Bonaventura ('16 )
2-0 M'Baye Niang ('38 , víti)
3-0 M'Baye Niang ('49 )
4-0 Luiz Adriano ('79 )
4-1 Eder ('87, víti )

AC Milan komst aftur á sigurbraut í ítölsku Seríu A með sannfærandi 4-1 sigri gegn Sampdoria rétt í þessu. Með sigrinum skaust liðið upp í 5. sæti deildarinnar þar sem það er með 23 stig, sjö stigum frá toppliði Inter.

Giacomo Bonaventura kom AC Milan í 1-0 þegar rúmur stundarfjórðungur var liðinn af leiknum og fyrir leikhlé hafði M'Baye Niang tvöfaldað forystu heimamanna af vítapunktinum.

Niang var aftur á ferðinni snemma í seinni hálfleik áður en hinn brasilíski Luiz Adriano hélt áfram niðurlægingu gestanna.

Eder náði að minnka muninn fyrir Fiorentina úr víti skömmu fyrir leikslok en mark hans hafði engin áhrif. Lokatölur 4-1.

Sampdoria er í 12. sæti deildarinnar með 16 stig og er án sigurs í síðustu fimm leikjum eftir frábæra byrjun á tímabilinu. Þar af hafa síðustu þrír leikir tapast.
Athugasemdir
banner
banner