Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 28. nóvember 2015 17:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Martinez: Okkur skorti eðlishvötina til að klára leikinn
Roberto Martinez
Roberto Martinez
Mynd: Getty Images
Roberto Martinez, stjóri Everton, var niðurlútur eftir 3-3 jafntefli gegn Bournemouth í dag.

Everton komst 2-0 yfir í leiknum, en Bournemouth náði að jafna, 2-2. Everton komst svo aftur yfir í uppbótartíma, en Bournemouth náði þó aftur að jafna í ótrúlegum leik.

"Frammistaðan í fyrri hálfleik var mjög góð. Við stjórnuðum leiknum og skoruðum tvö mörk, en í seinni hálfleiknum misstum við stjórnina algjörlega," sagði Martinez.

"Okkur skorti eðlishvötina til að klára leikinn. Með tveggja marka forystu líður þér vel, en eftir að þeir jöfnuðu sýndum við karakter og skoruðum aftur. Það var því gríðarlegt áfall þegar þeir jöfnuðu aftur og okkur líður eins og við höfum tapað tveimur stigum."

"Þriðja markið hefði átt að nægja okkur til sigurs og vonbrigðin eru gríðarleg eftir þennan leik, en við verðum bara að komast yfir þennan leik og fara að huga að þeim næsta."
Athugasemdir
banner
banner
banner