lau 28. nóvember 2015 06:00
Arnar Geir Halldórsson
Mourinho: Drogba er að reyna að selja bókina sína
Sölumaður
Sölumaður
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Chelsea, sendir Didier Drogba kaldar kveðjur og segist ekki taka mark á orðum hans að undanförnu.

Drogba er að kynna sjálfsævisögu sína um þessar mundir og hefur verið fyrirferðamikill í umræðunni um Chelsea að undanförnu.

Hann lét til að mynda hafa eftir sér að Chelsea liðið í dag skorti alvöru leiðtoga og að John Terry væri sá eini í liðinu í dag sem myndi flokkast undir það en á tíma Drogba hafi leiðtogarnir verið fjölmargir.

Mourinho gefur lítið fyrir þessa gagnrýni Drogba og segir hann bara vera að hugsa um að selja bókina sína.

„Þegar fólk talar til að reyna selja bækur þá hlusta ég ekki. Ég kann að meta góð viðtöl. Ég er tilbúinn að hlusta á viðtal við Didier sem er tekið af góðum blaðamanni. Þetta er ekki svoleiðis. Þetta er bara gert til að selja bókina hans".

„Þetta fer ekki í taugarnar á mér. Þetta er bara raunveruleikinn. Fólk segir ýmsa hluti til að selja bækur og ég hef ekki áhuga á því",
segir Mourinho.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner