Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 28. nóvember 2015 23:02
Magnús Már Einarsson
Myndband: Kiko Insa skilar kveðju til Keflvíkinga
Kiko Insa eftir leik í sumar.
Kiko Insa eftir leik í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spænski varnarmaðurinn Kiko Insa sendi Keflvíkingum áhugaverða kveðju á Twitter í kvöld.

Insa spilaði með Víkingi Ólafsvík sumarið 2013 en hann samdi síðan við Keflvíkinga síðastliðið vor.

Eftir erfiða byrjun í Pepsi-deildinni var Insa settur á bekkinn eftir sjö umferðir og um mitt sumar ákváðu Keflvíkingar að leysa hann undan samningi.

Insa samdi fyrr í mánuðinum við Arema Cronous í úrvalsdeildinni í Indónesíu en þar er fyrir Antonio Espinosa Mossi, fyrrum liðsfélagi hans hjá Víkingi Ólafsvík.

Indónesía er fjórða fjölmennasta þjóð heims og tugir þúsunda mæta á leiki í úrvalsdeildinni þar í landi.

Insa virðist líka mjög vel í stemningunni í Indónesíu og eftir 2-0 sigur á Persija í dag þá ákvað hann að senda Keflvíkingum kveðju, innan gæsalappa.

„Besta myndbands-selfie frá upphafi! Ég vil skila "kveðju" til stjórnar Keflavíkur og þjálfara," sagði Insa með myndbandi af stemningunni eftir leik.

Insa sendi færsluna meðal annars á Fótbolta.net en hægt er að sjá myndbandið hér að neðan.



Athugasemdir
banner
banner
banner