Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 28. nóvember 2015 17:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pellegrini: Aguero var tekinn af velli í varúðarskyni
Manuel Pellegrini
Manuel Pellegrini
Mynd: Getty Images
Manuel Pellegrini, stjóri Man City, var mjög ánægður með 3-1 sigur sinna manna gegn Southampton í dag.

Pellegrini var ekki sáttur með dómarann í leiknum, en hann var þó sáttur með úrslitin og frammistöðu síns liðs.

"Kun (Aguero) var tekinn út af í varúðarskyni. Við töluðum saman fyrir leikinn og við sögðum að hann myndi bara spila 65 mínútur í dag. Hann fékk spark í hælinn, en það er ekkert alvarlegt," sagði Pellegrini.

"Ég var mjög sáttur við viðbrögðin hjá liðinu. Það er mjög mikilvægt að ná í þrjú stig gegn liði sem hafði ekki tapað á útivelli. Við vorum smá stressaðir fram að þriðja markinu, en ég er ánægður með frammistöðuna og úrslitin."

"Það voru nokkrar ákvarðanir hjá dómaranum sem ég var ekki ánægður með, en þetta var erfiður leikur fyrir hann að dæma."

"Nú verðum við að hvíla leikmen vel fram á þriðjudag, vegna þess að það er mikilvægt fyrir okkur að komast í undanúrslit deildarbikarsins."
Athugasemdir
banner
banner
banner