lau 28. nóvember 2015 22:01
Ívan Guðjón Baldursson
Stuðningsmenn Everton skemmdu óvart fyrir liðinu
Stuðningsmenn Everton skemmdu fyrir sínum mönnum í dag.
Stuðningsmenn Everton skemmdu fyrir sínum mönnum í dag.
Mynd: Getty Images
Bournemouth og Everton gerðu 3-3 jafntefli í einum ótrúlegasta leik tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni.

Everton var tveimur mörkum yfir í hálfleik en Bournemouth tókst að jafna með mörkum á 80. og 87. mínútu.

Þá var komið að uppbótartímanum, þar sem Ross Barkley kom Everton yfir á nýjan leik við mikla gleði stuðningsmanna liðsins sem óðu inn á völlinn enda héldu þeir að Barkley hafði skorað á síðustu sekúndum leiksins, þar sem markið kom á 95. mínútu.

Stuðningsmenn Everton töfðu leikinn talsvert með athæfi sínu svo dómarinn bæti tíma við klukkuna.

Hið ótrúlega gerðist og heimamönnum tókst að jafna með marki frá Junior Stanislas á 98. mínútu leiksins. Twitter logaði í kjölfarið og er stuðningsmönnum Everton kennt um stigin tvö sem glötuðust.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner