Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 28. nóvember 2015 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
Vardy er ennþá einu marki frá aðalmetinu
Mynd: Getty Images
Jamie Vardy hefur skorað í ellefu úrvalsdeildarleikjum í röð og bætti þannig met Ruud van Nistelrooy.

Enska úrvalsdeildin var stofnuð fyrir 24 árum en fyrir þann tíma hét efsta deild enska boltans einfaldlega Fyrsta deildin.

Írski sóknarmaðurinn Jimmy Dunne var mikil markamaskína á sínum tíma í fyrstu deildinni og skoraði í tólf leikjum í röð tímabilið 1930-31.

Dunne var þá leikmaður Sheffield United og gerði 143 mörk í 173 deildarleikjum fyrir félagið áður en hann fór yfir til Arsenal.

Dunne gerði 41 mark á því tímabili en var þrátt fyrir það ekki markahæstur í deildinni, þar sem Tom Waring, sóknarmaður Aston Villa, gerði 49 mörk.

Vardy er því í öðru sæti, ásamt Stan Mortensen sem gerði 11 mörk í röð fyrir Blackpool fyrir 66 árum síðan, en getur jafnað markamet Dunne með því að skora í næsta leik Leicester sem er gegn Swansea.

Þó að Vardy takist að skora gegn Swansea er ólíklegt að hann geti gert yfir 40 deildarmörk á tímabilinu, enda hafa gæði varnarmanna og aðallega leikskipulaga aukist mikið á síðustu öld.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner