Chelsea gæti gert tilboð í Garnacho - Man City vill Cambiaso - Dortmund dregur sig úr baráttunni um Rashford
   mán 28. nóvember 2016 15:00
Magnús Már Einarsson
Róbert Haralds tekur við Grindavík (Staðfest)
Róbert Haraldsson.
Róbert Haraldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Róbert Haraldsson hefur verið ráðinn þjálfari hjá meistaraflokki kvenna í Grindavík. Hann tekur við liðinu af Guðmundi Vali Sigurðssyni.

Nihad Hasecic hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari en hann mun starfa með Róberti.

Grindavík komst upp í Pepsi-deildina í haust en liðið endaði í 2. sæti í 1. deildinni.

Róbert þjálfaði karlalið Tindastóls árin 2007 og 2008 og árið 2010 var hann þjálfari hjá KS/Leiftri (í dag KF).

Róbert varð síðar framkvæmdastjóri hjá KF en hann er nýfluttur heim til Íslands eftir að hafa búið á Englandi undanfarin ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner