fim 28. desember 2017 17:00
Magnús Már Einarsson
Ætlar að kaupa tvo eða þrjá fyrir Van Dijk peninginn
Mauricio Pellegrino.
Mauricio Pellegrino.
Mynd: Getty Images
Mauricio Pellegrino, stjóri Southampton, vonast til að geta bætt tveimur eða þremur nýjum leikmönnum við hópinn í janúar eftir að Virgil van Dijk var seldur til Liverpool á 75 milljónir punda.

„Þú verður að nýta þetta á jákvæðan hátt með því að nota peninginn til að gera hópinn sterkari. Það er búið að taka ákvörðun og núna þurfum við að hugsa um framtíðina," sagði Pellegrino.

„Hjá Southampton er ómögluegt að kaupa leikmenn sem kosta 80 eða 50 milljónir punda."

„Kannski getum við fengið nokkra góða leikmenn. Kannski getum við breytt einum leikmanni yfir í tvo eða þrjá leikmenn með þessum pening."

Athugasemdir
banner
banner