Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 28. desember 2017 21:30
Ívan Guðjón Baldursson
Atletico ætlar að selja Carrasco í janúar
Mynd: Getty Images
Það lítur allt út fyrir að Yannick Carrasco yfirgefi Atletico Madrid í janúar.

Carrasco er 24 ára kantmaður og er aðeins búinn að byrja fimm leiki á tímabilinu, þatt fyrir að hafa verið í lykilhlutverki undanfarin ár.

Belginn, sem á 22 landsleiki að baki, gerði 10 mörk í 28 deildarleikjum á síðasta tímabili. Hann er búinn að skora 3 og leggja 3 upp á þeim 607 mínútum sem hann hefur fengið að spila í deildinni.

Carrasco vill ólmur yfirgefa Atletico til að komast með Belgum á HM í Rússlandi, en þar er gríðarleg barátta um byrjunarliðssæti.

Nokkur af stærstu félögum Evrópu hafa áhuga á Carrasco, þar má helst nefna FC Bayern og Chelsea.
Athugasemdir
banner
banner
banner