Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   fim 28. desember 2017 22:49
Ívan Guðjón Baldursson
Hodgson: Ekki langt frá stigi í kvöld
Mynd: Getty Images
Roy Hodgson var ánægður þrátt fyrir tap gegn Arsenal í leik kvöldsins í enska boltanum.

Crystal Palace jafnaði snemma í síðari hálfleik og var betri aðilinn í tíu mínútur áður en Alexis Sanchez gerði út um leikinn með tveimur mörkum á stuttum kafla.

„Þegar allt kemur til alls töpuðum við fyrir betra liðinu. Við sönnuðum að við erum með gæði í liðinu. Það mikilvægasta er að við börðumst allan tímann, við hefðum kannski jafnað ef leikurinn hefði verið fimm eða sex mínútum lengri," sagði Hodgson að leikslokum.

„Arsenal sýndi mikil gæði í fyrri hálfleik en við vorum góðir eftir leikhléð og reyndum mikið á vörnina þeirra. Við nýttum sóknirnar ekki nógu vel og það gerði gæfumuninn."

Þetta er fyrsti tapleikur Crystal Palace í nokkrar vikur. Hodgson segist vera undirbúinn fyrir harða fallbaráttu. Palace er einu stigi fyrir ofan fallsæti, með 18 stig eftir 20 umferðir. Næsti leikur liðsins er á heimavelli, gegn toppliði Manchester City.

„Við þurfum mikið fleiri sigra. Ég er ánægður að sjá baráttuna og að við getum skorað mörk. Við vorum ekki langt frá því að næla okkur í stig í kvöld."
Athugasemdir
banner
banner
banner