Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 28. desember 2017 20:27
Ívan Guðjón Baldursson
Karlalandsliðið lið ársins - Birkir Már tók við verðlaununum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Karlalandsliðið í fótbolta er lið ársins árið 2017. Strákarnir okkar töpuðu einum keppnisleik og unnu fimm á árinu og tryggðu sér þannig þátttöku á HM landsliða í fyrsta sinn í sögunni.

Karlalandsliðið fékk fleiri atkvæði en kvennalið Þórs/KA, sem vann Pepsi-deildina í sumar, og karlalið Vals í handbolta.

Úrslitin koma ekki á óvart enda magnað afrek hjá Heimi Hallgrímssyni og lærlingum hans.

„Ég er ótrúlega stoltur að vera partur af þessu," sagði Birkir Már Sævarsson sem tók við verðlaununum fyrir hönd landsliðsins.

„Það verður enginn sem vanmetur okkur núna, þannig þetta verður aðeins erfiðara kannski. Við höfum sýnt áður að við getum unnið alla, þannig að þetta verður ekkert vandamál þannig séð."
Athugasemdir
banner