Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 28. desember 2017 13:30
Magnús Már Einarsson
Monk hissa á að vera rekinn eftir sigurleik
Monk hefur áður stýrt Leeds og Swansea.
Monk hefur áður stýrt Leeds og Swansea.
Mynd: Getty Images
Garry Monk segist hafa verið hissa á að vera rekinn frá Middlesbrough á sunnudaginn.

Middlesbrough komst upp í níunda sætið í Championship deildinni með 2-1 sigri á Sheffield Wednesday á laugardaginn.

Forráðamenn félagsins ákváðu þrátt fyrir það að reka Monk daginn eftir. Tony Pulis var síðan ráðinn stjóri Boro í vikunni.

„Nokkrum klukkutímum áður höfðum við átt bestu frammistöðuna á útivelli á tímabilinu í leik gegn Sheffield Wednesday," sagði Monk.

„Tilfinningin í klefanum eftir leikinn á laugardaginn var þannig að þetta átti að vera vendipunkturinn á tímabilinu. Ég og starfsfólk mitt vorum hissa á tímasetningunni á ákvörðuninni."
Athugasemdir
banner
banner
banner