Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 28. desember 2017 06:00
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Sport.is 
Stjóri Bristol City: Hörður er með treyjuna og getur haldið henni
Lee Johnson, stjóri Bristol City.
Lee Johnson, stjóri Bristol City.
Mynd: Getty Images
Landsliðsmaðurinn Hörður Björgvin Magnússon hefur fengið mun meira að spila með Bristol City að undanförnu en í upphafi tímabils var hann úti í kuldanum.

Lee Johnson, stjóri Bristol, segir í viðtali við Sport.is að Hörður sé nú með byrjunarliðssæti og það sé í hans höndum að halda því þannig.

„Það fallega við Hörð er að hann getur spilað báðar stöður (miðvörð og vinstri bakvörð) og er mjög hættulegur með þessum innköstum sínum. Hann er karakter sem við viljum hafa í hópnum. Þetta hefur alltaf snúist um að spila í treyjunni og halda í hana. Hörður veit þetta og áttar sig á því að hann er í miklum metum hérna. Allir vilja spila og hann hefur HM til að hlakka til, hann er með treyjuna í augnablikinu og á alla möguleika á að halda henni," segir Lee Johnson.

„Ég er viss um að við náum að halda honum. Hann er á góðum samningi og okkur líkar mjög vel við hann."

Hörður hefur verið að vinna sig inn í liðið en hann var í byrjunarliði Bristol í sigri gegn Reading í vikunni. Bristol er í öðru sæti og er í harðri baráttu um að komast upp í ensku úrvalsdeildina. Þá byrjaði Hörður einnig í sigri gegn Manchester United í deildabikarnum fyrir viku síðan.

Sjá einnig:
Hörður Björgvin: Mourinho kom inn í klefa og hrósaði okkur
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner