Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   mið 29. janúar 2014 22:17
Brynjar Ingi Erluson
Þjálfari Dalvíkur/Reynis neitar að hafa veðjað á tap síns liðs
Pétur Heiðar Kristjánsson
Pétur Heiðar Kristjánsson
Mynd: Dalvík/Reynir
Pétur Heiðar Kristjánsson, þjálfari Dalvíkur/Reynis í 2. deild karla, hefur neitað þeim sögusögnum um að hann hafi veðjað gegn eigin liði í Kjarnafæðismótinu er liðið tapaði fyrir Þór með sjö mörkum gegn engu.

Vikublaðið Akureyri birti í kvöld frétt þess efni að nokkrir leikmenn Þórs á Akureyri væru undir rannsókn félagsins þar sem vísbendingar bárustum að þeir hafi veðjað á sigur liðsins gegn Dalvík/Reyni í Kjarnafæðismótinu.

Leikmennirnir áttu þá að hafa lagt háar fjárhæðir á sigur Þórsara og meiri pening á að liðið myndi vinna með meira en þremur mörkum.

Vikublaðið Akureyri ræddi þá við Pétur Heiðar Kristjánsson, þjálfara Dalvíkur/Reynis um málið en hann sagði þar að fótbolti ætti ekki að snúast um veðmál.

Fótbolti.net fékk vísbendingar seint í kvöld um að Pétur Heiðar hafi sjálfur veðjað gegn eigin liði í leiknum gegn Þór en er undirritaður hafði samband við Pétur þá neitaði hann þeim sögusögnum.

,,Það er ekkert til í þessu. Þórsarar reyndu að klína þessu yfir á mína leikmenn um að þeir hafi veðjað gegn eigin liði til þess að bjarga sér en við eigum engan þátt í þessu," sagði Pétur við Fótbolta.net í kvöld.

Sjá einnig:
Vísbendingar um að leikmenn Þórs hafi veðjað á eigin leik
Athugasemdir
banner
banner
banner